Bíó og sjónvarp

Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá Geralt og Ciri saman á hestbaki í nýju stiklunni.
Hér má sjá Geralt og Ciri saman á hestbaki í nýju stiklunni. instagram/witchernetflix

Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019.

Þættirnir eru byggðir á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski en byggjast líka mikið á tölvuleikjunum sem gerðir voru eftir bókunum. Svo virðist sem nýja serían fjalli mikið um samband Geralts og Ciri, aðalpersónanna tveggja, en í lokaþætti fyrstu seríu hittust þau í fyrsta sinn.

Serían fer í loftið á Netflix þann 17. desember næskomandi en Witcher-aðdáendur munu þó ekki þurfa að bíða svo lengi eftir að horfa á Witcher-tengt efni en teiknimyndaþættirnir The Witcher: Nightmare of the Wolf munu fara í loftið þann 23. ágúst næstkomandi. Þeir gerast áður en Witcher serían hefst.


Tengdar fréttir

Vinsælasta efni Netflix á árinu

Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.