Lífið

Íslendingar í öngum sínum á Twitter eftir Covid-fréttir dagsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í vetur. Þeir voru ekki ýkja upplitsdjarfir á fundinum í dag.
Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í vetur. Þeir voru ekki ýkja upplitsdjarfir á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Óhætt er að segja að þungt sé yfir Íslendingum eftir Covid-fréttir dagsins. 78 greindust með kórónuveiruna í gær og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, þungur á brún, boðaði hertar aðgerðir innanlands á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

Netverjar tóku fréttunum fæstir sérlega vel, ef marka má færslur á Twitter í dag. „Jæja, þá er maður bara orðinn þunglyndur aftur,“ skrifaði Kolbrún Birna eftir að smittölur gærdagsins voru ljósar í morgun.

Fleiri létu sig hina háu tölu varða.

Þá er þetta líklegast viðkvæðið hjá fleirum en Hrafni Jónssyni.

Aðrir gerðu áðurnefndan Þórólf og Víði Reynisson yfirlögregluþjón, sem einnig sat fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins, að umtalsefni.

Þá var grínast með aukinn handþvott, sem nú er líklegast yfirvofandi.

Margir létu í ljós áhyggjur og efasemdir yfir boðuðum innanlandsaðgerðum.

Á meðan aðrir voru á öndverðum meiði.

Sundlaugarnar eru jafnframt mörgum hjartans mál.

Og fleiri Covid-tíst má nálgast hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×