Innlent

Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bjarni Kristinsson í Bjarnabúð í Reykholti í Bláskógabyggð en búiðin er meðal þeirra verslana, sem selja nýjar íslenskar kartöflur frá Auðsholti. Hann segir kartöflurnar rjúka út eins og heitar lummur.
Bjarni Kristinsson í Bjarnabúð í Reykholti í Bláskógabyggð en búiðin er meðal þeirra verslana, sem selja nýjar íslenskar kartöflur frá Auðsholti. Hann segir kartöflurnar rjúka út eins og heitar lummur. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýjar íslenskar kartöflur eru nú komnar í verslanir, meðal annars frá bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum.

„Það er mjög góð uppskera, kartöflurnar spretta og spretta og því erum við farin að taka upp og senda í verslanir. Við erum tíu dögum seinna en síðasta sumar vegna kuldans í vor en kartöflurnar núna eru óvenjulega fallegar og bragðgóðar“, segir Ásdís Bjarnadóttir, garðyrkjubóndi í Auðsholti en hún og Vignir Jónsson eru að taka upp á fullum krafti þessa dagana með sínu fólki.

Það er hátíð á mörgum heimilum þegar nýjar íslenskar kartöflur koma á markað á sumrin.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Núna erum við með Premier kartöflur en íslenskar rauðar verða líka komnar í verslanir eftir viku. Svo koma nýjar gulrætur frá okkur um verslunarmannahelgina, þannig að það er allt að gerast“, bætir Ásdís við, ánægð með lífið í sveitinni.

Margir hafa lagt leið sína í Bjarnabúð til að versla nýjar kartöflur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×