Vandræðaleg mistök adidas: Vissu ekki hvað leikmaður Man. Utd. hét Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2021 07:30 Millie Turner stendur vaktina í vörn Manchester United með Maríu Þórisdóttur. getty/John Peters Íþróttavöruframleiðandanum adidas urðu á vandræðaleg mistök þegar þeir kynntu nýjan búning Manchester United. Meðal leikmanna sem sátu fyrir í kynningarherferðinni fyrir nýja búninginn var Millie Turner. Þeir sem unnu að kynningarmálum vegna nýja búningsins voru hins vegar ekki alveg með hlutina á hreinu og kölluðu hana Amy Turner. Sú lék með United á árunum 2018-21 en gekk í raðir Orlando Pride í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Millie Turner tók eftir villunni í auglýsingunni og benti á hana á Twitter. „Í ljósi þess að ég hef verið hjá Manchester United í þrjú ár og hjá adidas í tvö ár myndi maður ætla að adidas myndi hafa nafnið mitt rétt,“ skrifaði Turner. Considering I ve been at Manchester United for 3 years and an adidas athlete for 2 You d like to think adidas would get my name right. pic.twitter.com/S3wp18FEf5— Millie Turner (@MillieTurner_) July 15, 2021 Amy Turner, sú sem adidas hélt að væri á myndinni, og benti síðan á að villan væri sérstaklega vandræðaleg í ljósi þess að yfirskrift auglýsingarinnar væri „aldrei gleyma hvaðan þú kemur.“ NeVeR FoRgEt WhErE yOu CaMe FrOm . We must do better! https://t.co/fIeUgyV1y4— Amy Turner (@amy_turner4) July 15, 2021 Adidas leiðrétti seinna mistökin og bað Turner afsökunar á þeim. „Millie, við klúðruðum þessu og erum miður okkar. Þú ert hluti af adidas fjölskyldunni og við viljum bæta upp fyrir þetta,“ sagði í færslu frá adidas á Twitter. Adidas bauðst svo til að senda helstu aðdáendum Turners nýja búninginn. Millie, we messed up and we re gutted. You're part of the adidas family and we want to make amends. Let s get some new shirts out to your biggest fans. Let us know who and we ll deliver.— adidas UK (@adidasUK) July 15, 2021 Turner, sem er 25 ára varnarmaður, gekk í raðir United frá Bristol City 2018. Á síðasta tímabili lék hún alla 22 leiki liðsins í ensku ofurdeildinni. United endaði í 4. sæti og missti naumlega af sæti í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Man. Utd. frumsýnir nýjan búning Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning liðsins sem verður notaður á næsta tímabili. 15. júlí 2021 09:01 Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. 13. júlí 2021 13:01 Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Meðal leikmanna sem sátu fyrir í kynningarherferðinni fyrir nýja búninginn var Millie Turner. Þeir sem unnu að kynningarmálum vegna nýja búningsins voru hins vegar ekki alveg með hlutina á hreinu og kölluðu hana Amy Turner. Sú lék með United á árunum 2018-21 en gekk í raðir Orlando Pride í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Millie Turner tók eftir villunni í auglýsingunni og benti á hana á Twitter. „Í ljósi þess að ég hef verið hjá Manchester United í þrjú ár og hjá adidas í tvö ár myndi maður ætla að adidas myndi hafa nafnið mitt rétt,“ skrifaði Turner. Considering I ve been at Manchester United for 3 years and an adidas athlete for 2 You d like to think adidas would get my name right. pic.twitter.com/S3wp18FEf5— Millie Turner (@MillieTurner_) July 15, 2021 Amy Turner, sú sem adidas hélt að væri á myndinni, og benti síðan á að villan væri sérstaklega vandræðaleg í ljósi þess að yfirskrift auglýsingarinnar væri „aldrei gleyma hvaðan þú kemur.“ NeVeR FoRgEt WhErE yOu CaMe FrOm . We must do better! https://t.co/fIeUgyV1y4— Amy Turner (@amy_turner4) July 15, 2021 Adidas leiðrétti seinna mistökin og bað Turner afsökunar á þeim. „Millie, við klúðruðum þessu og erum miður okkar. Þú ert hluti af adidas fjölskyldunni og við viljum bæta upp fyrir þetta,“ sagði í færslu frá adidas á Twitter. Adidas bauðst svo til að senda helstu aðdáendum Turners nýja búninginn. Millie, we messed up and we re gutted. You're part of the adidas family and we want to make amends. Let s get some new shirts out to your biggest fans. Let us know who and we ll deliver.— adidas UK (@adidasUK) July 15, 2021 Turner, sem er 25 ára varnarmaður, gekk í raðir United frá Bristol City 2018. Á síðasta tímabili lék hún alla 22 leiki liðsins í ensku ofurdeildinni. United endaði í 4. sæti og missti naumlega af sæti í Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Man. Utd. frumsýnir nýjan búning Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning liðsins sem verður notaður á næsta tímabili. 15. júlí 2021 09:01 Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. 13. júlí 2021 13:01 Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Man. Utd. frumsýnir nýjan búning Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning liðsins sem verður notaður á næsta tímabili. 15. júlí 2021 09:01
Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. 13. júlí 2021 13:01
Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01