Vandræðaleg mistök adidas: Vissu ekki hvað leikmaður Man. Utd. hét Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2021 07:30 Millie Turner stendur vaktina í vörn Manchester United með Maríu Þórisdóttur. getty/John Peters Íþróttavöruframleiðandanum adidas urðu á vandræðaleg mistök þegar þeir kynntu nýjan búning Manchester United. Meðal leikmanna sem sátu fyrir í kynningarherferðinni fyrir nýja búninginn var Millie Turner. Þeir sem unnu að kynningarmálum vegna nýja búningsins voru hins vegar ekki alveg með hlutina á hreinu og kölluðu hana Amy Turner. Sú lék með United á árunum 2018-21 en gekk í raðir Orlando Pride í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Millie Turner tók eftir villunni í auglýsingunni og benti á hana á Twitter. „Í ljósi þess að ég hef verið hjá Manchester United í þrjú ár og hjá adidas í tvö ár myndi maður ætla að adidas myndi hafa nafnið mitt rétt,“ skrifaði Turner. Considering I ve been at Manchester United for 3 years and an adidas athlete for 2 You d like to think adidas would get my name right. pic.twitter.com/S3wp18FEf5— Millie Turner (@MillieTurner_) July 15, 2021 Amy Turner, sú sem adidas hélt að væri á myndinni, og benti síðan á að villan væri sérstaklega vandræðaleg í ljósi þess að yfirskrift auglýsingarinnar væri „aldrei gleyma hvaðan þú kemur.“ NeVeR FoRgEt WhErE yOu CaMe FrOm . We must do better! https://t.co/fIeUgyV1y4— Amy Turner (@amy_turner4) July 15, 2021 Adidas leiðrétti seinna mistökin og bað Turner afsökunar á þeim. „Millie, við klúðruðum þessu og erum miður okkar. Þú ert hluti af adidas fjölskyldunni og við viljum bæta upp fyrir þetta,“ sagði í færslu frá adidas á Twitter. Adidas bauðst svo til að senda helstu aðdáendum Turners nýja búninginn. Millie, we messed up and we re gutted. You're part of the adidas family and we want to make amends. Let s get some new shirts out to your biggest fans. Let us know who and we ll deliver.— adidas UK (@adidasUK) July 15, 2021 Turner, sem er 25 ára varnarmaður, gekk í raðir United frá Bristol City 2018. Á síðasta tímabili lék hún alla 22 leiki liðsins í ensku ofurdeildinni. United endaði í 4. sæti og missti naumlega af sæti í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Man. Utd. frumsýnir nýjan búning Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning liðsins sem verður notaður á næsta tímabili. 15. júlí 2021 09:01 Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. 13. júlí 2021 13:01 Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Meðal leikmanna sem sátu fyrir í kynningarherferðinni fyrir nýja búninginn var Millie Turner. Þeir sem unnu að kynningarmálum vegna nýja búningsins voru hins vegar ekki alveg með hlutina á hreinu og kölluðu hana Amy Turner. Sú lék með United á árunum 2018-21 en gekk í raðir Orlando Pride í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Millie Turner tók eftir villunni í auglýsingunni og benti á hana á Twitter. „Í ljósi þess að ég hef verið hjá Manchester United í þrjú ár og hjá adidas í tvö ár myndi maður ætla að adidas myndi hafa nafnið mitt rétt,“ skrifaði Turner. Considering I ve been at Manchester United for 3 years and an adidas athlete for 2 You d like to think adidas would get my name right. pic.twitter.com/S3wp18FEf5— Millie Turner (@MillieTurner_) July 15, 2021 Amy Turner, sú sem adidas hélt að væri á myndinni, og benti síðan á að villan væri sérstaklega vandræðaleg í ljósi þess að yfirskrift auglýsingarinnar væri „aldrei gleyma hvaðan þú kemur.“ NeVeR FoRgEt WhErE yOu CaMe FrOm . We must do better! https://t.co/fIeUgyV1y4— Amy Turner (@amy_turner4) July 15, 2021 Adidas leiðrétti seinna mistökin og bað Turner afsökunar á þeim. „Millie, við klúðruðum þessu og erum miður okkar. Þú ert hluti af adidas fjölskyldunni og við viljum bæta upp fyrir þetta,“ sagði í færslu frá adidas á Twitter. Adidas bauðst svo til að senda helstu aðdáendum Turners nýja búninginn. Millie, we messed up and we re gutted. You're part of the adidas family and we want to make amends. Let s get some new shirts out to your biggest fans. Let us know who and we ll deliver.— adidas UK (@adidasUK) July 15, 2021 Turner, sem er 25 ára varnarmaður, gekk í raðir United frá Bristol City 2018. Á síðasta tímabili lék hún alla 22 leiki liðsins í ensku ofurdeildinni. United endaði í 4. sæti og missti naumlega af sæti í Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Man. Utd. frumsýnir nýjan búning Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning liðsins sem verður notaður á næsta tímabili. 15. júlí 2021 09:01 Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. 13. júlí 2021 13:01 Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Man. Utd. frumsýnir nýjan búning Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning liðsins sem verður notaður á næsta tímabili. 15. júlí 2021 09:01
Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. 13. júlí 2021 13:01
Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01