Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 18:56 Margir Íslendingar ætla að leggja leið sína í langþráð frí til Tenerife í sumar. Vísir/getty Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30
Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47
Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31