Lífið

„Mér er sama þó brjóstin nái niður að nafla“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gillian Anderson segist aldrei ætla að klæðast brjóstahaldara aftur.
Gillian Anderson segist aldrei ætla að klæðast brjóstahaldara aftur. Getty/Lia Toby

Leikkonan Gillian Anderson hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir að hafa lýst því yfir í beinni útsendingu á Instagram að hún sleppi brjóstahöldurum alfarið þessa dagana. Anderson, sem er 52 ára gömul, er þekktust fyrir leik sinn í The X-files, The Crown og Sex Education.

„Ég nota brjóstarhaldara ekki lengur. Ég get ekki verið í brjóstarhaldara. Get það ekki,“ sagði Gillian í beinu streymi á Instagram-síðu sinni þar sem hún svaraði spurningum aðdáenda. Svarið var við spurningu um hvaða klæðnaður hafi orðið mest fyrir valinu á tímum faraldursins.

„Fyrirgefið en mér er sama þó brjóstin á mér nái niður að nafla. Ég klæðist brjóstarhaldara ekki lengur. Það er allt of óþægilegt,“ sagði leikkonan.

Ummælin hafa vakið mikla gleði á samfélagsmiðlum og hlotið nær einróma lof kvenna, sem virðast sammála leikkonunni um ágæti (eða skort á því) við að klæðast brjóstahöldurum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.