Nöfn þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Snorri Másson skrifar 13. júlí 2021 23:43 Kristlín Dís Ingilínardóttir og Edda Falak eru á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla. Samsett mynd Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, hefur fengið Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann sinn til þess að senda fimm einstaklingum kröfubréf, þar sem þess er farið á leit að þeir biðji hann afsökunar á ærumeiðandi ummælum í hans garð, dragi þau til baka og greiði honum miskabætur og lögfræðikostnað. Ingó Veðurguð hefur verið í eldlínunni undanfarna daga vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Þeim hefur hann öllum vísað á bug og sækir fólk nú til saka fyrir ummæli sín: „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi,“ hefur Ingó sagt.Vísir/Vilhelm Fólkið á það sameiginlegt að hafa tjáð sig ýmist á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum um meinta refsiverða háttsemi söngvarans í garð kvenna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er þetta fólkið: Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Tek við kærum fyrir meiðyrði á Kaffi Láru, Seyðisfirði, alla daga í þessari viku milli 17 og 22. Kíkið við, veðrið er gordjös 🥰 pic.twitter.com/EviQsbk3if— Sindri Þór (@sindri8me) July 7, 2021 Dómstóll götunnar hvað? Dómstóll götunnar stendur með meintum gerendum.— Ólöf Tara (@OlofTara) July 4, 2021 Fólkið hefur ýmist tjáð sig um málefni Ingós á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum, en Vísir hefur ekki upplýsingar um það að hvaða ummælum kröfurnar lúta. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf hópurinn þó ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfa Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Ætla má að miskabæturnar séu innifaldar í því tilboði. Ingólfur hefur gefið það út að hann ætli að leita réttar síns gagnvart þeim sem hafi farið óvarlegum orðum um hann á internetinu undanfarnar vikur. Sérstök kæra hefur síðan verið lögð fram til lögreglu á hendur höfunda sagna sem birtust á vefsvæði aðgerðahópsins Öfga, sem voru nafnlausar frásagnir 32 kvenna um meint ofbeldi af hálfu Ingó. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ingó Veðurguð hefur verið í eldlínunni undanfarna daga vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Þeim hefur hann öllum vísað á bug og sækir fólk nú til saka fyrir ummæli sín: „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi,“ hefur Ingó sagt.Vísir/Vilhelm Fólkið á það sameiginlegt að hafa tjáð sig ýmist á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum um meinta refsiverða háttsemi söngvarans í garð kvenna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er þetta fólkið: Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Tek við kærum fyrir meiðyrði á Kaffi Láru, Seyðisfirði, alla daga í þessari viku milli 17 og 22. Kíkið við, veðrið er gordjös 🥰 pic.twitter.com/EviQsbk3if— Sindri Þór (@sindri8me) July 7, 2021 Dómstóll götunnar hvað? Dómstóll götunnar stendur með meintum gerendum.— Ólöf Tara (@OlofTara) July 4, 2021 Fólkið hefur ýmist tjáð sig um málefni Ingós á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum, en Vísir hefur ekki upplýsingar um það að hvaða ummælum kröfurnar lúta. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf hópurinn þó ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfa Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Ætla má að miskabæturnar séu innifaldar í því tilboði. Ingólfur hefur gefið það út að hann ætli að leita réttar síns gagnvart þeim sem hafi farið óvarlegum orðum um hann á internetinu undanfarnar vikur. Sérstök kæra hefur síðan verið lögð fram til lögreglu á hendur höfunda sagna sem birtust á vefsvæði aðgerðahópsins Öfga, sem voru nafnlausar frásagnir 32 kvenna um meint ofbeldi af hálfu Ingó.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23
Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38