Bólar ekkert á Instagram-reikningnum sjö mánuðum eftir hakk Snorri Másson skrifar 13. júlí 2021 23:01 Jelena Schally glataði Instagram-reikningi sínum í hendur hakkara í lok síðasta árs. Aðsend mynd Á meðan áhrifavaldar sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótum undanfarið binda flestir vonir við að endurheimta Instagram-reikninga sína, er ljóst að í sumum tilvikum er það borin von. Jelena Schally framleiðandi lenti í því í desember að hakkarar tóku yfir Instagram-reikning hennar. Þar með fóru tíu ár af ljósmyndum úr lífi hennar í vaskinn - og hún hefur hvorki séð tangur né tetur af þeim síðan þá. Jelena segir í samtali við Vísi að hún hafi þó lent í þeirri einkennilegu atburðarás að komast í nokkuð náin samskipti við þann sem hakkaði aðgang hennar. Hann fór á þeim tímapunkti mannavillt og ætlaði að hakka annan, en hakkaði hana. Þegar hann hafði síðan gert út af við reikning hennar var það óafturkræfur skaði. „Hann baðst í rauninni bara afsökunar af því að hann gerði þetta á röngum forsendum. Þá sendi hann mér skilaboð, í febrúar, og ætlaði að reyna að bæta mér þetta upp. Ég sagði að þú gætir ekkert bætt upp tíu glötuð ár af myndum og öllu lífi mínu. Síðan kíki ég á símann minn síðar um daginn og hafði þá fengið þúsund nýja fylgjendur. Það var hans leið til að segja fyrirgefðu,“ segir Jelena, sem bætir við að óþarft sé að taka það fram að sú afsökunarbeiðni var ekki fullnægjandi. Dæmi um skjáskot sem tölvuþrjótar senda á bráð sína.Aðsend mynd Jelena hafði samband við sinn hakkara í tengslum við þau mál sem nú er sagt frá í fjölmiðlum og sagðist hann þekkja til hver þar væri að verki - fært fólk úr iðrum internetsins. Enn liggur ekki fyrir hvort tilraunir áhrifavaldanna til að endurheimta reikninga sína beri árangur, eins og þær gerðu sannarlega ekki í tilfelli Jelenu. Á skjáskotinu hér að ofan, sem Jelena hafði samband við Vísi til að koma á framfæri, má sjá hvaða aðferðum hakkarar beita til að klekkja á fólki. Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Jelena Schally framleiðandi lenti í því í desember að hakkarar tóku yfir Instagram-reikning hennar. Þar með fóru tíu ár af ljósmyndum úr lífi hennar í vaskinn - og hún hefur hvorki séð tangur né tetur af þeim síðan þá. Jelena segir í samtali við Vísi að hún hafi þó lent í þeirri einkennilegu atburðarás að komast í nokkuð náin samskipti við þann sem hakkaði aðgang hennar. Hann fór á þeim tímapunkti mannavillt og ætlaði að hakka annan, en hakkaði hana. Þegar hann hafði síðan gert út af við reikning hennar var það óafturkræfur skaði. „Hann baðst í rauninni bara afsökunar af því að hann gerði þetta á röngum forsendum. Þá sendi hann mér skilaboð, í febrúar, og ætlaði að reyna að bæta mér þetta upp. Ég sagði að þú gætir ekkert bætt upp tíu glötuð ár af myndum og öllu lífi mínu. Síðan kíki ég á símann minn síðar um daginn og hafði þá fengið þúsund nýja fylgjendur. Það var hans leið til að segja fyrirgefðu,“ segir Jelena, sem bætir við að óþarft sé að taka það fram að sú afsökunarbeiðni var ekki fullnægjandi. Dæmi um skjáskot sem tölvuþrjótar senda á bráð sína.Aðsend mynd Jelena hafði samband við sinn hakkara í tengslum við þau mál sem nú er sagt frá í fjölmiðlum og sagðist hann þekkja til hver þar væri að verki - fært fólk úr iðrum internetsins. Enn liggur ekki fyrir hvort tilraunir áhrifavaldanna til að endurheimta reikninga sína beri árangur, eins og þær gerðu sannarlega ekki í tilfelli Jelenu. Á skjáskotinu hér að ofan, sem Jelena hafði samband við Vísi til að koma á framfæri, má sjá hvaða aðferðum hakkarar beita til að klekkja á fólki.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13. júlí 2021 20:38
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37