Lífið

Skúli og Gríma kveðja Como í hagléli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það eru ekki bara íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem sakna sólarinnar í dag. Eftir bongóblíðu er haglél mætt á svæðið þótt telja megi ólíklegt að élið vari í lengri tíma.
Það eru ekki bara íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem sakna sólarinnar í dag. Eftir bongóblíðu er haglél mætt á svæðið þótt telja megi ólíklegt að élið vari í lengri tíma.

„Við kveðjum Como í hagléli,“ segir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, sem notið hefur lífsins á Ítalíu undanfarna daga.

Skúli og Gríma Björg Thorarensen hafa verið ytra í sól og blíðu, notið þess að sigla um blá vötnin og slakað á með barni sínu.

Gríma Björg er ólétt af öðru barni parsins en hún fagnaði einmitt þrítugsafmæli sínu í fyrradag.

Skúli segir frá skrýtna veðrinu á Instagram-reikningi sínum. Haglél í paradís, eins og Skúli kemst að orði. Tími til að fara heim til Íslands, í Hvammsvíkina í Hvalfirði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.