„Þetta hefði getað farið mjög illa“ Snorri Másson skrifar 12. júlí 2021 17:37 Sundlaugin á Flúðum. Facebook Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund. Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig. Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig.
Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira