Sport

Bergrún Ósk bætti eigið Ís­lands­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bergrún Ósk bætti eigið Íslandsmet í dag.
Bergrún Ósk bætti eigið Íslandsmet í dag. Vísir/Vilhelm

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi í dag er hún keppti á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í Kaplakrika í gær.

Bergrún Ósk átti Íslandsmetið fyrr en hún kastaði 8,89 metrar árið 2018. Í gær stórbætti hún þann árangur er hún kastaði 9,1 metra.

FH-ingar voru sigursælir á mótinu en Patrekur Andrés Axelsson, spretthlaupari, bætti eigið met er hann hljóp í 400 metra hlaupi blindra. Hljóp hann á 58,17 sekúndum. Hann náði einnig góðum tíma í 100 metra hlaupi blindra, þar hljóp hann á 12,64 sekúndum.

Bæði Bergrún Ósk og Patrekur Andrés eru leið til Tókýó í ágúst til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×