Sport

Þrír Íslendingar þreyta frumraun á Paralympics í Tókýó

Sindri Sverrisson skrifar
Thelma Björg Björnsdóttir, Már Gunnarsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson fara til Tókýó fyrir Íslands hönd.
Thelma Björg Björnsdóttir, Már Gunnarsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson fara til Tókýó fyrir Íslands hönd. ÍF

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur valið fjóra íþróttamenn til að keppa fyrir hönd Íslands á Paralympics, eða ólympíumóti fatlaðra, í Tókýó í ágúst og september. Ekki er útilokað að fleiri bætist í hópinn.

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR fer á sína aðra leika eftir að hafa keppt í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þrír nýliðar verða með henni í för.

Sundmaðurinn Már Gunnarsson úr ÍRB og frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson úr FH, voru valin til að keppa á leikunum, sem hefjast 24. ágúst.

Fulltrúar Íslands á Parlaympics í Tokyo:

  • Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – frjálsíþróttir
  • Patrekur Andrés Axelsson, FH – frjálsíþróttir
  • Már Gunnarsson, ÍRB – sund
  • Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR – sund

Það skýrist svo í júlíbyrjun hvort að bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson bætist í hópinn en hann keppir þá á lokaúrtökumóti í Tékklandi. Þorsteinn varð fyrstur Íslendinga til að keppa í bogfimi á Paralympics í Ríó. Fleira íslenskt íþróttafólk gæti einnig komist á leikana og er beðið eftir niðurstöðum vegna umsókna fyrir það.

Í tilkynningu frá ÍF segir að allir íslensku keppendurnir verði orðnir fullbólusettir þegar þeir keppi í Tókýó, sem og það starfsfólk sem fylgja muni þátttakendum á leikanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.