Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 12:08 Þessi mynd var tekin á Austurvelli um árið þegar slæmum aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda hér á landi var mótmælt. Vísir/Vilhelm Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59