Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 13:11 Flokksmenn Katrínar vilja ekki endurtaka leikinn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. vísir/vilhelm Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira