Innlent

Sprengi­sandur: MeToo, sjávar­auð­lindin og sam­göngur á höfuð­borgar­svæðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóð­mála­þátturinn Sprengi­sandur er á dag­skrá á Bylgjunni frá klukkan tíu til tólf í dag. Kristján Kristjáns­son fær til sín ýmsa gesti og fer yfir það sem efst er á baugi í sam­fé­laginu hverju sinni.

Fyrsti við­mælandi þáttarins í dag er Árni Mathiesen, stjórnar­for­maður Betri samgangna, sem mun ræða upp­byggingar­á­form í sam­göngum á höfuð­borgar­svæðinu næstu 15 árin.

Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, mætir og leggur mat á pólitíkina, helstu mál fyrir haustið og stöðu eigins flokks.

Pétur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­fyrir­tækisins Vísis í Grinda­vík, og Daði Már Kristófers­son, vara­for­maður Við­reisnar, kíkja því næst í þáttinn til að ræða réttu að­ferðina til að tryggja þjóðinni rétt­mæta hlut­deild í sjávar­auð­lindinni.

Að lokum ræða þær Ingi­björg Dögg Kjartans­dóttir, rit­stjóri Stundarinnar, og Aðal­heiður Ámunda­dóttir, blaða­maður Frétta­blaðsins, um MeT­oo-byltinguna og þá um­ræðu sem hefur farið fram síðustu daga og vikur um kyn­ferðis­of­beldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×