Menning

Ein milljón fyrir Þor­­stein og Bjarna

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Verkið hefur vakið mikla at­hygli og er sannast sagna um­deilt.
Verkið hefur vakið mikla at­hygli og er sannast sagna um­deilt. aðsend

Mál­verk lista­mannsins Þrándar Þórarins­sonar, sem hefur vakið tals­verða at­hygli, seldist á upp­boði fyrir heila milljón króna.

Á mál­verkinu má sjá Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kyssa hring Þor­steins Más Bald­vins­sonar, for­stjóra Sam­herja.

Ekki er vitað hver keypti mál­verkið en í til­kynningu frá Gallerí Port segir að hæst­bjóðandi upp­boðsins vilji njóta nafn­leyndar og sú ósk verði virt. Mál­verkið var hluti sýningar Þrándar í Gallerí Porti.

Myndin er nokkuð stór: 75 sentí­metrar á breiddina og 110 á hæðina.

Í sam­tali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist lista­maðurinn sjaldan eða aldrei hafa fengið eins mikil við­brögð við nokkru verka sinna.

„Það er ekki oft sem maður verður var við svona ramm­pólitíska list og ekki flokks­pólitíska. Það mætti sjá meira af því,“ sagði Þrándur meðal annars um verkið í við­talinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.