Innlent

Slökkvi­starfi vegna gróður­elds á Akur­eyri nær lokið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálf níu í kvöld.
Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálf níu í kvöld. Vísir

Eldur kviknaði í gróðri á austurbakka Glerár fyrir um klukkutíma síðan. Slökkvistarfi er nær alveg lokið en verið er að slökkva í síðustu glæðunum að sögn varðstjóra slökkviliðsins. 

Tilkynning barst lögreglu klukkan 20:30 í kvöld vegna eldsins og var slökkvistarfið hafið um tíu mínútum eftir að tilkynning barst. Varðstjóri segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf hafi gengið vel, eldurinn hafi verið að mestu í grasi en hafi verið búinn að næla sér í einhvern trjágróður líka. 

Hann segir að um tvö til þrjú hundruð fermetrar hafi orðið eldinum að bráð en að slökkvilið hafi komið á hárréttum tíma svo að ekki færi verr. Einn dælubíll og sjúkrabíll fór í verkefnið. 

Fréttin var uppfærð klukkan 21:23.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.