Innlent

Bein útsending: Opinn fundur með Svetlönu Tikhanovskayu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svetlana ræðir leiðina til lýðræðis á fundinum í dag.
Svetlana ræðir leiðina til lýðræðis á fundinum í dag.

Alþjóðamálastofnun boðar til opins fundar með Svetlönu Tikhanovskaya, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Belarús, klukkan 15. Fyrirlesturinn fer fram í Veröld húsi Vigdísar.

Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, bauð sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í forsetakosningum í landinu í fyrra eftir að eiginmaður hennar var fangelsaður. Lukashenko var lýstur sigurvegari en sú niðurstaða hefur verið mjög umdeild og hefur hann verið sakaður um að hafa haft rangt við í kosningunum. Svetlana flúði land í kjölfar fjöldamótmæla í Belarús og fékk hæli í Litháen ásamt börnum sínum.

Ísland hefur um árabil tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Belarús vegna víðtækra og grófra mannréttindabrota þar í landi. Aðgerðirnar voru síðast hertar nú í júní í kjölfar þvingaðrar lendingar farþegaþotu Ryanair í Minsk og handtöku Raman Pratasevich og Sofiu Sapage. Sú atburðarráðs endurspeglar afstöðu þarlendra stjórnvalda til alþjóðlegra skuldbindinga um flugsamgöngur, mannréttindi og fjölmiðlafrelsi.

Hvert stefnir Belarús og hverjar eru framtíðarhorfur lýðræðis í landinu?

Opnunarávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

Þátttakendur í pallborði:

Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði við Háskóla Íslands

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður og fyrrv. formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og blaðamaður

Bolli Thoroddsen forstjóri Takanawa

Umræðustjóri: Fanney Birna Jónsdóttir, blaðamaður

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.