Innlent

Mannlaus bátur mögulega „sorglegur grikkur“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Björgunarsveitir voru kallaðar út til að leita bátsverja.
Björgunarsveitir voru kallaðar út til að leita bátsverja. Vísir/Vilhelm

Leit var hætt á Álftavatni upp úr miðnætti í nótt en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að björgunarsveitir í Árnessýslu hefðu verið kallaðar út vegna mannlauss báts sem fannst á vatninu.

Óttast var að bátsverjar hefðu fallið frá borði en í tilkynningu sem barst fréttastofu í nótt segir að ekkert hafi fundist við leitina og líklegast sé að báturinn hafi losnað eða verið losaður og ýtt frá landi.

Í tilkynningunni, sem er frá Landsbjörgu, segir ef svo sé sé það „sorglegur grikkur“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.