„Það var maður sem færði mér hjólið í dag. Hann fann það fyrir utan hús í Laugardalnum,“ segir Bjartmar við Vísi.
Þegar Vísi ræddi við hann fyrr í dag fannst Bjartmari tímasetning þjófnaðarins grunsamleg. Hann hafði verið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær til að ræða hjólastuld og það þegar hann fór fylktu liði að heimili manns, sem hann segir þekktan hjólaþjóf, í síðustu viku.
Sá maður sást síðan fyrir utan heimili Bjartmars í gær. En það virðist ekki hafa verið hann sem stal hjólinu.
„Nei, þetta var ekki hann. Hann hefur bara verið fyrir utan hjá mér í gær fyrir tilviljun.“
Bjartmar telur að um nýtt í hjólafundi sé að ræða: Hjólinu stolið í morgun en fannst svo síðar sama dag.
„Þetta eru skilaboðin sem ég hef viljað senda hjólaþjófum. Það eru augu alls staðar og það er ekki svona auðvelt að stela hjólum lengur.“