Lífið

Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn

Jakob Bjarnar skrifar
Meðan Árný Fjóla og Daði Freyr gerðu garðinn frægan í Eurovision var þvottavélin í íbúð þeirra í Berlín að gera óskunda með leka sem vakti gamlan myglusvepp í húsinu af værum blundi. Og það kann að reynast þeim hjónum dýrkeypt.
Meðan Árný Fjóla og Daði Freyr gerðu garðinn frægan í Eurovision var þvottavélin í íbúð þeirra í Berlín að gera óskunda með leka sem vakti gamlan myglusvepp í húsinu af værum blundi. Og það kann að reynast þeim hjónum dýrkeypt.

Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr.

Lekinn vakti gamlan og skæðan myglusvepp af værum blundi sem nú herjar á húsið allt.

Árný greinir frá þessum ósköpum á Facebook-síðunni „Berlín, borgin okkar“ en þar auglýsir hún eftir lögfræðingi.

„Þvotta­vél­in okk­ar lak á meðan við vor­um heima á Íslandi (lak í tvo mánuði áður en það fattaðist). Vatnslek­inn náði niður tvær hæðir og triggeraði gaml­an (að minnsta kosti 3 til 5 ára) myglu­svepp sem geis­ar nú í þrem íbúðum.“

Eins og vart ætti að þurfa að tíunda voru þau Daði Freyr og Árný Fjóla, meðan þessu fór fram, að sinna mikilvægum erindum, nefnilega þeim að vera fulltrúar Íslands í Eurovision-söngvakeppninni.

„Við vor­um ný­lega flutt og ekki með heim­il­is­trygg­ing­ar,“ heldur Árný Fjóla áfram. 

„Okk­ur var sagt af ná­granna sem sá um íbúðina á meðan við vor­um á Íslandi að þetta væri að minnsta kosti að hluta tryggt af leigu­verðinu. Erum búin að reyna að hafa sam­band við hús­eig­anda og leigumiðlara án svara og þau demba á okk­ur 35.000 evra skuld án fyr­ir­vara.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.