Lífið

Billie Eilish biðst afsökunar á rasískum ummælum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Billie Eilish tók rafrænt við Brit verðlaununum á dögunum.
Billie Eilish tók rafrænt við Brit verðlaununum á dögunum. Getty/David M. Benett

Söngkonan Billie Eilish hefur beðist afsökunar á myndbandi sem nú er í dreifingu af henni. Á samfélagsmiðlum hefur fólk sakað hana um kynþáttafordóma gagnvart fólki frá Asíu vegna þessa myndbands. 

Um er að ræða nokkurra ára gamalt myndskeið. Samkvæmt frétt BBC má þar sjá Eilish syngja með fordómafullum texta. Söngkonan segir að hún hafi verið um þrettán ára og einfaldlega ekki skilið orðið sem hún var að segja, enda aldrei heyrt það fyrr en í umræddu lagi. 

„Ég vissi ekki að þetta væri niðrandi orð sem notað væri um meðlimi asíska samfélagsins, ég er miður mín og skammast mín,“ skrifaði Eilish í afsökunarbeiðni sem hún birti á Instagram. Lagið sem um ræðir er Tyler The Creator lagið Fish frá 2011.

„Þetta orð var aldrei notað í kringum mig eða af fjölskyldumeðlimum mínum, en þrátt fyrir óþroska minn og aldur á þessum tíma, afsakar ekkert að þetta var særandi og á því biðst ég afsökunar. “

Eilish segir að í myndbandinu hafi hún verið að fíflast og alls ekki að gera grín að asískum hreim. Hatursglæpir sem beinast gegn fólki af asískum uppruna hafa verið í vexti í Bandaríkjunum og víðar. 

Afsökunarbeiðnina má lesa í heild sinni í hér fyrir neðan.

Afsökunarbeiðni Billie Eilish.InstagramFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.