Lífið

Jón Gnarr gaf saman Frosta og Erlu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sumir gráir rigningar-mánudagar eru skemmtilegri en aðrir!
Sumir gráir rigningar-mánudagar eru skemmtilegri en aðrir! Samsett

Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir gengu í það heilaga í dag, mánudaginn 21. júní á afmælisdegi brúðarinnar. Þau höfðu miklu að fagna en hún var einnig að útskrifast.

Á samfélagsmiðlum virðist sem Jón Gnarr faðir Frosta hafi gefið parið saman í einstakri athöfn. Að henni lokinni blés hann yfir þau sápukúlur. Brúðurin og afmælisbarnið klæddist gullfallegum rauðum síðkjól, í stíl við fallegan hring með eldrauðum steini. Frosti var klassískur í svörtu og hvítu. 

Frosti er hönnuður og listamaður en Erla er förðunarfræðingur og eigandi Ekta, netverslunar sem sérhæfir sig í merkjavöru. Þau eiga saman tvo syni. 

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson söng í brúðkaupsveislunni og sungu brúðhjón og gestir hátt með laginu Þegar þú komst inn í líf mitt. Hér fyrir neðan má sjá fallega mynd af brúðhjónunum nýgiftu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.