Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 20:24 Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina. Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina.
Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira