Innlent

Varasamir vindstrengir á Vesturlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Það gæti fokið í húsbílaeigendur sem hugðu á ferðalag á vestanverðu landinu þegar þeir lesa veðurspá dagsins.
Það gæti fokið í húsbílaeigendur sem hugðu á ferðalag á vestanverðu landinu þegar þeir lesa veðurspá dagsins. Vísir/Vilhelm

Varað er við snörpum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á vesturhelmingi landsins í dag. Ekki er ferðaveður fyrir hjólhýsi eða húsbíla sem fjúka auðveldlega í hliðarvindi á þeim slóðum.

Spáð er suðvestan 5-10 metrum á sekúndu á vestanverðu landinu og dálítilli vætu framan af í dag. Í öðrum landshlutum er gert ráð fyrir hægum vindi og þurru.

Fyrir hádegi gengur í sunnan 10-15 m/s með rigningu en hvassara í vindstrengjum á Vesturlandi. Á norðanverðu Snæfellsnesi er varað við snörpum vindstrengjum og meðalvind á bilinu 15-23 m/s.

Norðaustan- og austanlands verður hægari vindur og þurrt fram á kvöld. Hiti verður á bilinu átta til sextán stig, hlýjast á Austurlandi.

Á morgun spáir Veðurstofan vestan og síðan norðvestan 5-13 m/s. Víða verður dálítil rigning eða súld en stytta á pp að mestu á sunnanverðu landinu síðdegis. Hitinn verður á bilinu sex til tólf stig en allt að fimmtán stig á Suðausturlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.