Króli og Rakel Björk gefa út dansmyndbandið Smellum saman Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2021 10:11 Pipar\TBWA framleiddi Smellum saman myndbandið í samstarfi við Republik Í dag kom út nýtt lag og myndband frá Króla og Rakel Björk. Um er að ræða kraftmikinn sumarsmell um ástina, lífið og mikilvægi þess að smella saman. Að baki laginu Smellum saman er jafnframt boðskapurinn um að við smellum öryggisbeltunum á okkur áður en lagt er af stað í hverja ökuferð. Í stað þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum vísar lagið, sem og myndbandið, til jákvæðni, gleði, vináttu og virðingar fyrir okkur sjálfum og öðrum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Króli og Rakel Björk - Smellum saman Á hverju ári slasast alvarlega og látast einstaklingar sem allar líkur eru taldar á að hefðu sloppið nánast ómeiddir ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Öryggisbeltin eiga og þurfa að vera hluti af daglegu lífi okkar — okkar allra. Rétt eins og ástin, vináttan, gleðin og samband okkar við fólk sem okkur þykir vænt um. Það getum við tryggt með því að smella saman. Þrátt fyrir að öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og gildi eru Íslendingar í sautjánda sæti Evrópuþjóða hvað varðar notkun öryggisbelta, neðst Norðurlandanna, og einn af hverjum tíu sleppir beltinu alfarið. Með einum smelli Myndband lagsins, sem líkja má við stutta dans- og söngvamynd, vekur vonandi jákvæðar hugrenningar sem fá okkur til að spenna beltin og komast í fyrsta sæti Evrópuþjóða í notkun öryggisbelta — þannig fáum við tryggt enn betur öryggi okkar og lífsgæði. Með einum smelli getum við komist í sigursætið. Samgöngustofa stendur að átakinu Smellum saman en um framleiðslutaumana heldur auglýsingastofan Pipar\TBWA. Snæbjörn Ragnarsson samdi lag og texta en tónlistin var framleidd af Hafsteini Þráinsyni, Kristni Óla Haraldssyni og Starra Snæ Valdimarssyni. Reynir Lyngdal leikstýrði myndbandinu sem Pipar\TBWA framleiddi í samstarfi við Republik. Danshöfundur er Chantelle Carey en dansinn vísar í umferðina, akstur og sætisbeltin sjálf. Og nú er komið að okkur öllum að dansa! „Smellum saman í allt sumar og um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu um lagið, sem má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Textann má sjá hér fyrir neðan. Öll við þráum sannarlega tryggð og traust, við trúum því að öryggið sé endalaust, en hamingjan er brothætt þegar hættan steðjar að. Svo er nú það. Lukkan stýrir okkur yfir lífsins veg. Léttúðin er sannarlega hættuleg. Við förum okkur hægt meðan við finnum rétta slóð, á þessum skrjóð. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Nýtum þennan yndislega dýrðardag og drífum okkur tvö í þetta ferðalag. Á þjóðveginum mætir okkur þoka, regn og snjór og hann er mjór. Förum gegnum skafrenninginn hönd í hönd, hinum megin sólarljós og ókunn lönd. Við bundin erum ástinni með beltin þéttingsföst og það er möst. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Tónlist Umferðaröryggi Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Að baki laginu Smellum saman er jafnframt boðskapurinn um að við smellum öryggisbeltunum á okkur áður en lagt er af stað í hverja ökuferð. Í stað þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum vísar lagið, sem og myndbandið, til jákvæðni, gleði, vináttu og virðingar fyrir okkur sjálfum og öðrum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Króli og Rakel Björk - Smellum saman Á hverju ári slasast alvarlega og látast einstaklingar sem allar líkur eru taldar á að hefðu sloppið nánast ómeiddir ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Öryggisbeltin eiga og þurfa að vera hluti af daglegu lífi okkar — okkar allra. Rétt eins og ástin, vináttan, gleðin og samband okkar við fólk sem okkur þykir vænt um. Það getum við tryggt með því að smella saman. Þrátt fyrir að öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og gildi eru Íslendingar í sautjánda sæti Evrópuþjóða hvað varðar notkun öryggisbelta, neðst Norðurlandanna, og einn af hverjum tíu sleppir beltinu alfarið. Með einum smelli Myndband lagsins, sem líkja má við stutta dans- og söngvamynd, vekur vonandi jákvæðar hugrenningar sem fá okkur til að spenna beltin og komast í fyrsta sæti Evrópuþjóða í notkun öryggisbelta — þannig fáum við tryggt enn betur öryggi okkar og lífsgæði. Með einum smelli getum við komist í sigursætið. Samgöngustofa stendur að átakinu Smellum saman en um framleiðslutaumana heldur auglýsingastofan Pipar\TBWA. Snæbjörn Ragnarsson samdi lag og texta en tónlistin var framleidd af Hafsteini Þráinsyni, Kristni Óla Haraldssyni og Starra Snæ Valdimarssyni. Reynir Lyngdal leikstýrði myndbandinu sem Pipar\TBWA framleiddi í samstarfi við Republik. Danshöfundur er Chantelle Carey en dansinn vísar í umferðina, akstur og sætisbeltin sjálf. Og nú er komið að okkur öllum að dansa! „Smellum saman í allt sumar og um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu um lagið, sem má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Textann má sjá hér fyrir neðan. Öll við þráum sannarlega tryggð og traust, við trúum því að öryggið sé endalaust, en hamingjan er brothætt þegar hættan steðjar að. Svo er nú það. Lukkan stýrir okkur yfir lífsins veg. Léttúðin er sannarlega hættuleg. Við förum okkur hægt meðan við finnum rétta slóð, á þessum skrjóð. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Nýtum þennan yndislega dýrðardag og drífum okkur tvö í þetta ferðalag. Á þjóðveginum mætir okkur þoka, regn og snjór og hann er mjór. Förum gegnum skafrenninginn hönd í hönd, hinum megin sólarljós og ókunn lönd. Við bundin erum ástinni með beltin þéttingsföst og það er möst. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman.
Tónlist Umferðaröryggi Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira