Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:37 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“ Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“
Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira