Innlent

Tveir fluttir með sjúkraflugi eftir harðan árekstur

Snorri Másson skrifar
Siglufjarðarvegi var lokað að hluta vegna rannsóknar á slysinu.
Siglufjarðarvegi var lokað að hluta vegna rannsóknar á slysinu. Vegagerðin

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Siglufjarðarvegi við Kýrholt í dag. Að sögn lögreglu voru ökumennirnir báðir einir í bifreiðum sínum.

Báðir voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir slysið en ekkert er komið fram um líðan þeirra.

Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins og segir Lögreglan á Norðurlandi vestra að umferðartafir verði á Siglufjarðarvegi á meðan hún fer fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×