Innlent

Átta taka þátt í próf­kjöri Fram­sóknar í Suður­kjör­dæmi

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Framsóknar í suðurkjördæmi.
Frambjóðendur Framsóknar í suðurkjördæmi. Vísir

Alls eru átta manns í framboði hjá Framsóknarflokknum í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins.

Í tilkynningu frá flokknum segir að kostið verði í lokuðu prófkjöri á 22 kjörstöðum vítt víðs vegar um kjördæmið.

„Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður 15. júní, 16. júní og 18. júní. Kjörstaði má finna á framsokn.is. Talning fer fram 20. júní.

Framsókn náði tveimur þingmönnum á þing í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra og Silju Dögg Gunnarsdóttur alþingismanni.

Í framboði eru:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi - sækist eftir 1. sæti
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ - sækist eftir 2. sæti
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti
  • Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppi– sækist eftir 2.- 4. sæti
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg – sækist eftir 3. sæti
  • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 3.- 4. sæti
  • Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum – sækist eftir 3.- 4. sæti
  • Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Vík í Mýrdal – sækist eftir 3.- 5. sæti“


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×