Var nálægt gjaldþroti en gafst ekki upp Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 08:30 Samsett „Ég er ótrúlega mikið ég sjálf og ég er búin að læra að meta það hvað það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Gerður Arinbjarnar, frumkvöðull og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush. „Mér finnst algengara en ekki að fólk sé með einhvers konar filter eða einhvern front sem það felur sig á bak við.“ Gerður segir að hún sé eiginlega með utanáliggjandi taugakerfi og það sjái allir hvernig henni líður. „Ég komst að því snemma að það fer mér ekkert vel að reyna að fela hver ég er.“ Gerður var gestur hjá Sylvíu Friðjónsdóttur og Evu Mattadóttir í hlaðvarpinu Normið. Þar fór hún yfir ferilinn sinn, mistökin, áskoranirnar, hindranirnar og sigrana. Hugarfar og drifkraftur Gerðar er aðdáunarverður og er hún því orðin fyrirmynd margra kvenna þegar kemur að því að láta draumana rætast. Í þættinum ræða þær einnig um ýmislegt tengt fjármálum, en Gerður var um tíma nálægt gjaldþroti. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Daglegt niðurrif Skólaganga Gerðar var langt frá því að vera auðveld og hún hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á þennan stað sem hún er á í dag. „Ég kem út úr skólakerfinu frekar brotin. Mig langar að taka það mjög skýrt fram að það hefur ekkert með kennarana mína eða aðra nemendur að gera, heldur var ég að berjast við að ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum.“ Gerður segir að þetta hafi verið vegna þess hversu ótrúlega miklar kröfur hún setti á sjálfa sig. „Hugarfarið mitt var að brjóta mig niður á hverjum einasta degi. Ég var ekki að ná settum markmiðum eða það sem mig langaði til að gera.“ Samanburður við vinkonur og aðra nemendur gerði svo illt verra og var Gerður alltaf í einhverri keppni við sjálfa sig eða aðra. „Ég var alltaf að keppa í greinum sem ég átti ekkert að vera að keppa í.“ Leiddist í vinnunni Í vinnu var Gerður líka að leita á ranga staði og í störf sem veittu henni ekki gleði. „Ég er búin að vinna alls staðar. Ég er búin að vinna á Landspítalanum, Subway, matvöruverslunum og hárgreiðslustofum. Nefndu stað og ég er búin að vinna þar. Ég var rosalega leitandi, var alltaf að reyna að finna eitthvað og fannst alltaf leiðinlegt í vinnunni minni. Ég var rekin nokkrum sinnum.“ Gerður tolldi illa í vinnu þar sem hún náði aldrei að finna sig. Í dag er hún sinn eigin yfirmaður og blómstrar í starfi. Hún þurfti þó að taka töluverða áhættu og fórna miklu til að koma rekstrinum á flug. Í byrjun hafði Gerður ekki mikla trú á sjálfri sér af því að henni fannst hún hafa brugðist sjálfri sér svo oft áður. „Þegar ég fór út í fyrirtækjarekstur var ég alltaf að bíða eftir að mistakast.“ Alltaf með plan B Gerður segir að fyrstu árin hafi hún þurft að borga með fyrirtækinu. „Ég var í tveimur öðrum vinnum á meðan ég var að byggja upp Blush og þá áttu bara 25 prósent af orkunni eftir. En það allt saman fór í að byggja upp Blush. En árangurinn var þá líka í samræmi við það, ég var að ná 25 prósent árangri hlutfallslega.“ Fyrstu þrjú árin var Blush bara dýrt áhugamál. Ég var að borga með fyrirtækinu í hverjum mánuði og svo þurfti ég kannski líka að redda pössun fyrir barnið mitt. Sem spilaðist út frá því að ég hafði ekki trú á sjálfri mér, ég var ekki tilbúin að taka stökkið og var alltaf með plan B. Á endanum fann Gerður að hún gat ekki sinnt þessu fyrirtæki í aukastarfi meðfram fullri vinnu. „Ég fór í „survival mode,“ einstæð móðir með barn og þarf að eiga fyrir leigunni og matnum.“ Sannar sig fyrir sjálfri sér Hún vildi líka einstaklega mikið sanna sig. „Þú ætlar ekki að fokka enn einum hlutnum upp.“ Gerður segir að sjálfstraustið hafi verið farið að byggjast upp. „Á þessum tímapunkti þurfti ég að taka ákvörðun, ætla ég að gera þetta eða ekki. Á sama tíma var ég að fara í gjaldþrot.“ Hún ákvað að taka áhættuna þó að það hafi verið erfitt. „Ég held að ég hefði aldrei náð svona langt ef ég væri alltaf að reyna að sanna mig fyrir einhverjum öðrum. Ég er miklu meira að reyna að sanna mig fyrir sjálfri mér.“ Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Verslun Tengdar fréttir „Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33 „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Mér finnst algengara en ekki að fólk sé með einhvers konar filter eða einhvern front sem það felur sig á bak við.“ Gerður segir að hún sé eiginlega með utanáliggjandi taugakerfi og það sjái allir hvernig henni líður. „Ég komst að því snemma að það fer mér ekkert vel að reyna að fela hver ég er.“ Gerður var gestur hjá Sylvíu Friðjónsdóttur og Evu Mattadóttir í hlaðvarpinu Normið. Þar fór hún yfir ferilinn sinn, mistökin, áskoranirnar, hindranirnar og sigrana. Hugarfar og drifkraftur Gerðar er aðdáunarverður og er hún því orðin fyrirmynd margra kvenna þegar kemur að því að láta draumana rætast. Í þættinum ræða þær einnig um ýmislegt tengt fjármálum, en Gerður var um tíma nálægt gjaldþroti. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Daglegt niðurrif Skólaganga Gerðar var langt frá því að vera auðveld og hún hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á þennan stað sem hún er á í dag. „Ég kem út úr skólakerfinu frekar brotin. Mig langar að taka það mjög skýrt fram að það hefur ekkert með kennarana mína eða aðra nemendur að gera, heldur var ég að berjast við að ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum.“ Gerður segir að þetta hafi verið vegna þess hversu ótrúlega miklar kröfur hún setti á sjálfa sig. „Hugarfarið mitt var að brjóta mig niður á hverjum einasta degi. Ég var ekki að ná settum markmiðum eða það sem mig langaði til að gera.“ Samanburður við vinkonur og aðra nemendur gerði svo illt verra og var Gerður alltaf í einhverri keppni við sjálfa sig eða aðra. „Ég var alltaf að keppa í greinum sem ég átti ekkert að vera að keppa í.“ Leiddist í vinnunni Í vinnu var Gerður líka að leita á ranga staði og í störf sem veittu henni ekki gleði. „Ég er búin að vinna alls staðar. Ég er búin að vinna á Landspítalanum, Subway, matvöruverslunum og hárgreiðslustofum. Nefndu stað og ég er búin að vinna þar. Ég var rosalega leitandi, var alltaf að reyna að finna eitthvað og fannst alltaf leiðinlegt í vinnunni minni. Ég var rekin nokkrum sinnum.“ Gerður tolldi illa í vinnu þar sem hún náði aldrei að finna sig. Í dag er hún sinn eigin yfirmaður og blómstrar í starfi. Hún þurfti þó að taka töluverða áhættu og fórna miklu til að koma rekstrinum á flug. Í byrjun hafði Gerður ekki mikla trú á sjálfri sér af því að henni fannst hún hafa brugðist sjálfri sér svo oft áður. „Þegar ég fór út í fyrirtækjarekstur var ég alltaf að bíða eftir að mistakast.“ Alltaf með plan B Gerður segir að fyrstu árin hafi hún þurft að borga með fyrirtækinu. „Ég var í tveimur öðrum vinnum á meðan ég var að byggja upp Blush og þá áttu bara 25 prósent af orkunni eftir. En það allt saman fór í að byggja upp Blush. En árangurinn var þá líka í samræmi við það, ég var að ná 25 prósent árangri hlutfallslega.“ Fyrstu þrjú árin var Blush bara dýrt áhugamál. Ég var að borga með fyrirtækinu í hverjum mánuði og svo þurfti ég kannski líka að redda pössun fyrir barnið mitt. Sem spilaðist út frá því að ég hafði ekki trú á sjálfri mér, ég var ekki tilbúin að taka stökkið og var alltaf með plan B. Á endanum fann Gerður að hún gat ekki sinnt þessu fyrirtæki í aukastarfi meðfram fullri vinnu. „Ég fór í „survival mode,“ einstæð móðir með barn og þarf að eiga fyrir leigunni og matnum.“ Sannar sig fyrir sjálfri sér Hún vildi líka einstaklega mikið sanna sig. „Þú ætlar ekki að fokka enn einum hlutnum upp.“ Gerður segir að sjálfstraustið hafi verið farið að byggjast upp. „Á þessum tímapunkti þurfti ég að taka ákvörðun, ætla ég að gera þetta eða ekki. Á sama tíma var ég að fara í gjaldþrot.“ Hún ákvað að taka áhættuna þó að það hafi verið erfitt. „Ég held að ég hefði aldrei náð svona langt ef ég væri alltaf að reyna að sanna mig fyrir einhverjum öðrum. Ég er miklu meira að reyna að sanna mig fyrir sjálfri mér.“ Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Verslun Tengdar fréttir „Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33 „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Ég er ekki með neina eftirsjá“ „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. 3. júní 2021 07:33
„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00