Enski boltinn

Sögurnar farnar á flug: Segja Trippi­er vera í húsaleit á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trippier í leik með enska landsliðinu gegn Belgíu.
Trippier í leik með enska landsliðinu gegn Belgíu. EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Kieran Trippier er sagður ansi ofarlega á óskalista Manchester United og nú eru sögusagnirnar farnar á fleygiferð á Englandi.

Þessi fyrrum leikmaður Tottenham átti frábæra leiktíð er hann hjálpaði Atletico Madrid að vinna sinn sjötta Meistaratitil.

United er talið vera að leita að samkeppni fyrir Aaron Wan-Bissaka í hægri bakverðinum og Trippier er þar eftur á óskalistanum.

The Athletic greinir nú frá því að Trippier sé byrjaður að leita að húsi í norð-vestur Englandi og United hefur hafið viðræðurnar við Atletico.

Hinn 30 ára gamli Trippier fæddist í Bury og kom í gegnum yngri lið Manchester City en hann er talinn fáanlegur fyrir tíu milljónir punda.

Trippier er einnig sagður hafa rætt við félaga sína í enska landsliðinu að löngun hans væri að spila fyrir Manchester United.

https://twitter.com/MailSport/status/1401188330511941634




Fleiri fréttir

Sjá meira


×