„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 18:16 Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Hann varð vitni að karlmanni stíga upp á storknað hraun í Geldingadal en undir því vall logandi hraunið fram. Vísir/Aðsend Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. „Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
„Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49
Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37