Menning

Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar

Björn og Unnur ásamt börnum sínum fjórum á spjalli við Gunnar Einarsson bæjarstjóra.
Björn og Unnur ásamt börnum sínum fjórum á spjalli við Gunnar Einarsson bæjarstjóra. Garðabær

Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna.

Við sama tilefni var Joseph Ognibene hornleikari heiðraður fyrir ómetanlegt starf í þágu menningar og lista en hann fagnar nú 40 ára starfsafmæli á Íslandi. Þá voru styrkir veittir ungum listamönnum í bænum.

Á myndinni eru frá hægri: Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors ásamt börnum sínum Degi, Birni, Stefáni og Bryndísi, Björg Fenger forseti bæjarstjórnar, Bjarndís Lárusdóttir meðlimur í menningar- og safnanefnd, Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi, Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Hannes Ingi Geirsson meðlimir menningar- og safnanefndar.Garðabær.is

Félagar Joe úr horndeild Sinfóníuhljómsveitarinnar tóku lagið, þeirra á meðal Heyr himna smiður.Garðabær

Garðabær hefur frá árinu 1992 veitt starfsstyrki til listamanna. Menningar- og safnanefnd gerir tillögur til bæjarstjórnar um úthlutun og koma aðeins til greina þeir listamenn sem búsettir eru í Garðabæ.

Að neðan má sjá lista yfir þá sem hafa hlotið viðurkenninguna.

 • 2019 Bjarni M. Bjarnason rithöfundur
 • 2018 María Magnúsdóttir, söngkona og tónskóld
 • 2017 Pétur Jóhann Sigfússon, leikari, handritshöfundur og grínisti
 • 2016 Andrea Magnúsdóttir fata- og tískuhönnuður
 • 2015 Karólína Eiríksdóttir tónskáld
 • 2014 Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður
 • 2013 Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona
 • 2012 Þórunn Erna Clausen leikkona
 • 2011 Ómar Guðjónsson tónlistarmaður
 • 2010 Agnar Már Magnússon tónlistarmaður
 • 2009 Laufey Jensdóttir myndlistarmaður
 • 2008 Jóhann Sigurðarsson, leikari
 • 2007 Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur
 • 2006 Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og þýðandi
 • 2005 Sigurður Flosason tónlistarmaður
 • 2004 Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður og söngkona
 • 2003 Erling Jóhannesson, leikari og leikstjóri og Hallfríður Ólafsdóttir flautu- og pikkólóleikari
 • 2002 Björn Thoroddsen tónlistarmaður
 • 2001 Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur
 • 2000 Jónína Magnúsdóttir myndlistarmaður og Peter Tompkins tónlistarmaður
 • 1999 Margrét Ólafsdóttir leikari og Steindór Hjörleifsson leikari
 • 1998 Árni Elfar tónlistar- og myndlistarmaður
 • 1997 Ármann Helgason tónlistarmaður og Guðrún E. Ólafsdóttir myndlistarmaður
 • 1996 Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarmaður og Guðfinna Dóra Ólafsdóttir kórstjóri
 • 1995 Hildigunnur Halldórsdóttir tónlistarmaður og Sigrún Waage leikari
 • 1994 Edda Jónsdóttir myndlistarmaður og Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður
 • 1993 Sigríður Sigurjónsdóttir listhönnuður
 • 1992 Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Pétur Bjarnason myndlistarmaðurFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.