Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. maí 2021 16:24 Katrín hefur áður þurft að svara því hvort hún beri fullt traust til ráðherrans en það var þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun á hæfi hans eftir Samherjaskjölin. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?