Innlent

Fækka héraðs­­dýra­­læknum úr fimm í fjóra

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Héraðsdýralæknar fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í sínum umdæmum.
Héraðsdýralæknar fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í sínum umdæmum. vísir/vilhelm

Um­dæmum héraðs­dýra­lækna Mat­væla­stofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaða­mótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm.

Breytingarnar eru í takti við á­ætlun sem sam­þykkt var í fyrra þegar fyrir­komu­lag á dýra­læknis­þjónustu í dreifðum byggðum var endur­skoðað. Sam­hliða fækkun héraðs­dýra­lækna eru verk­kaup af dýra­læknum í dreifðum byggðum aukin til að tryggja öruggari að­gengi íbúa að dýra­lækna­þjónustu.

Austur­um­dæmi verður lagt niður nú um mánaða­mótin og skipt upp þannig að nyrðri hluti þess frá Hamars­á mun til­heyra Norð­austur­um­dæmi með um­dæmis­skrif­stofu á Akur­eyri, en frá Hamars­á og suður um til­heyra Suður­um­dæmi með um­dæmis­skrif­stofu á Sel­fossi.

Héraðs­dýra­læknar hafa eftir­lit með ýmsu í sínum um­dæmum eins og slátur­dýrum, slátur­af­urðum og af­urða­stöðvum, heil­brigði dýra, hirðingu þeirra, að­búnaði og að­stöðu. Þeir sinna einnig fram­kvæmd sótt­varna­að­gerða og fylgjast með við­haldi varnar­girðinga í um­dæminu.

Um­dæmi héraðs­dýra­lækna á landinu verða því þessi:

Suðvesturumdæmi: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar.

Norðvesturumdæmi: Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.

Norðausturumdæmi: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Fjarðarbyggð, Fljótsdalshreppur,Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Múlaþing (að Hamarsfjarðarlínu), Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur Vopnafjarðarhreppur og Þingeyjarsveit.

Suðurumdæmi: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×