Lífið

Í brýnu sló milli Dr. Football og Mike á Spot

Jakob Bjarnar skrifar
Mikael Nikulásson og Hjörvar Hafliðason, helstu fótboltahlaðvarpsstjörnur landsins. Miklu sögum fer af átökum þeirra á milli á íþróttabarnum Spot í gærkvöldi. Hjörvar segir í tilkynningu að þeim hafi lent saman en allir séu vinir í dag og því ekkert mál.
Mikael Nikulásson og Hjörvar Hafliðason, helstu fótboltahlaðvarpsstjörnur landsins. Miklu sögum fer af átökum þeirra á milli á íþróttabarnum Spot í gærkvöldi. Hjörvar segir í tilkynningu að þeim hafi lent saman en allir séu vinir í dag og því ekkert mál.

Helstu hlaðvarpsstjörnum landsins lenti saman á íþróttabarnum Spot í gærkvöldi.

Hjörvar Hafliðason og Mikael Nikulásson, fótboltasérfræðingar sem eru annars vegar með hlaðvarpið Dr. Football og hins vegar The Mike Show, voru báðir staddir á íþróttabarnum Spot í gær. Þá fór fram úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í fótbolta. Manchester United gegn Villareal. United tapaði eftir sögulega vítaspyrnukeppni.

Lenti saman en báðir sáttir í dag

Miklum sögum fer af því að þeir hafi beinlínis látið hnefana tala og Bakkus ráðandi öllum aðstæðum. En Hjörvar segir það hinar mestu ýkjur, í raun vitleysu en hann vill ekki tjá sig frekar um málið við Vísi. 

Hann bendir á tilkynningu sem hann hefur sett á síðu hlaðvarps síns:

„Engar áhyggjur kæru leikmenn. Við Mike erum enn bestu vinir. Við leikgreindum leikinn í gær og fórum vissulega yfir sviðið. Við höfum verið að rífast frá árinu 1998 og það er ekkert að fara breytast.

Okkur lenti aðeins saman í gær eins og á öllum Reiðhallaræfingum í den en erum báðir mjög sáttir í dag.

Heyrumst í fyrramálið.“

Báðir United-menn þannig að ekki hefur það valdið deilum

Svo mörg voru þau orð. Hjörvar hefur haldið úti gríðarlega vinsælum hlaðvarpsþætti sem heitir Dr. Football. Lengi vel var Mikael fastur póstur í þættinum en svo fór að hann stofnaði sinn eigin hlaðvarpsþátt sem heitir The Mike Show.

Spennustigið í leiknum var hátt og kom til vítakeppni. Og þá á jafnframt að hafa soðið uppúr milli þeirra fyrrum samstarfsmanna sem nú eiga í samkeppni. Báðir halda þeir með United þannig að eitthvað annað á hafa komið til og eru áhugamenn um fótbolta víða að spá í spilin sín á milli, á samfélagsmiðlum; að skilnaðurinn hafi verið sársaukafyllri en fram hefur komið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×