Innlent

Bein útsending: Jóhannes uppljóstrari ræðir Samherja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jóhannes situr fyrir svörum um starfsemi Samherja.
Jóhannes situr fyrir svörum um starfsemi Samherja. Píratar

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja betur þekktur sem uppljóstrarinn í Samherjamálinu, mun sitja fyrir svörum í beinni útsendingu klukkan 17 í dag.

Viðburðurinn er á vegum Pírata og mun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræða Samherja, framgöngu fyrirtækisins og „aðför þess gegn fjölmiðlum, félagasamtökum og stjórnmálamönnum“ við Jóhannes.

„Jóhannes Stefánsson hefur mikla innsýn í starfsemi Samherja en hann er fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins í Namibíu. Þökk sé afhjúpun hans fengu Íslendingar, og í raun heimurinn allur, innsýn í hvernig fyrirtækið beitir sér í krafti hagnaðarins af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir í lýsingu viðburðarins.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni hér að neðan og hægt verður að senda inn fyrirspurnir í gegn um útsendinguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×