Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkniefnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 13:20 Augnablikið sem milljónir manna sáu og fengu einhverja til að geta sér til um að David væri að neyta kókaíns. Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær. David hefur harðneitað þeim ásökunum og boðist til að gangast undir fíkniefnapróf sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva ætlar að láta hann gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef EBU. „Við erum meðvituð um vangaveltur varðandi myndbandsupptöku af ítölsku sigurvegurunum úr Græna herberginu í gær. Sveitin hefur harðneitað ásökunum um fíkniefnanotkun og söngvarinn sem um ræðir hefur boðist til þess að gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim,“ segir í yfirlýsingunni. „Þau óskuðu eftir þessu strax í gærkvöldi en EBU gat ekki orðið við þeirri beiðni strax. Sveitin, umboðsmaður hennar og sá sem fer fyrir hópnum hafa lýst því yfir að engin fíkniefni hafi verið til staðar í Græna herberginu og segja að glas hafi brotnað á borðinu sem söngvarinn hafi verið að sópa í burtu.“ Sambandið segist geta staðfest það að glas hafi brotnað á borði Ítalíu í Græna herberginu. Þá segir að Sambandið muni taka umrædda myndbandsupptöku til nánari skoðunar og muni upplýsa um framgang málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að öll sveitin muni gangast undir fíkniefnapróf en það hefur verið leiðrétt. Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. 23. maí 2021 00:29 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
David hefur harðneitað þeim ásökunum og boðist til að gangast undir fíkniefnapróf sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva ætlar að láta hann gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef EBU. „Við erum meðvituð um vangaveltur varðandi myndbandsupptöku af ítölsku sigurvegurunum úr Græna herberginu í gær. Sveitin hefur harðneitað ásökunum um fíkniefnanotkun og söngvarinn sem um ræðir hefur boðist til þess að gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim,“ segir í yfirlýsingunni. „Þau óskuðu eftir þessu strax í gærkvöldi en EBU gat ekki orðið við þeirri beiðni strax. Sveitin, umboðsmaður hennar og sá sem fer fyrir hópnum hafa lýst því yfir að engin fíkniefni hafi verið til staðar í Græna herberginu og segja að glas hafi brotnað á borðinu sem söngvarinn hafi verið að sópa í burtu.“ Sambandið segist geta staðfest það að glas hafi brotnað á borði Ítalíu í Græna herberginu. Þá segir að Sambandið muni taka umrædda myndbandsupptöku til nánari skoðunar og muni upplýsa um framgang málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að öll sveitin muni gangast undir fíkniefnapróf en það hefur verið leiðrétt.
Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. 23. maí 2021 00:29 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. 23. maí 2021 00:29