Innlent

Aukastörf Hæstaréttardómara, einkasöluréttur ÁTVR og kjaramál starfsmanna Play á Sprengisandi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan tíu á Bylgjunni.
Sprengisandur hefst klukkan tíu á Bylgjunni.

Aukastörf Hæstaréttardómara verða til umræðu í Sprengisandi á eftir. Kristján Kristjánsson fær til sín Bjarna Má Magnússon, prófessor við lagadeild HR og munu þeir ræða málin.

Kristrún Frostadóttir, Birgir Ármannsson og Björn Leví Gunnarsson ætla að ræða ákvörðun Seðlabankans um að hækka vexti, verðbólgu í kortunum, áhrif þessa á ríkissjóðinn og áskorun seðlabankastjóra til ríkisins um að hætta að styrkja atvinnulífið, viðspyrnan geti séð um sig sjálf.

Um klukkan 11.00 mætast þau Drífa Snædal forseti ASÍ og Birgir Jónsson forstjóri Play og ræða kjaramál starfsmanna Play - eru launin of lág? Er verið að sniðganga íslenska verkalýðshreyfingu? Skeytin fljúga - já fljúga - á milli þessa dagana.

Í lok þáttar mætir Arnar Sigurðsson áfengisinnflytjandi, sá sem ÁTVR ætlar að siga lögreglunni á og með honum verður Steinunn Þóra Árnadóttir þingkona VG. Er einkasöluréttur ÁTVR að bresta? Á að heimila innlenda vefverslun? Getur ríkið bæði stefnt að lýðheilsu og hámarksafrakstri af áfengissölu úr eigin verslunum?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×