Þórólfur skorar á íþróttafélög eftir fjölda ábendinga um brot á sóttvarnareglum Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 11:41 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Eins og sjá má í baksýn var þétt setið, eða staðið, á leiknum og allur gangur á því hvort fólk bæri grímur eða ekki. vísir/bára „Í þessum fjölmörgu skjáskotum sem við höfum fengið í morgun er ljóst að mönnum hefur hlaupið kapp í kinn í gærkvöld, og þurfa að bæta sig,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á fundi almannavarna í dag, aðspurður um sóttvarnabrot áhorfenda á íþróttaleikjum. Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira