Lífið

Enn einn greinist smitaður í Euro­vision-búðunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Duncan Laurence sigraði Eurovision í Tel Aviv árið 2019.
Duncan Laurence sigraði Eurovision í Tel Aviv árið 2019. Mynd/Thomas Putting

Duncan Laurence, sigurvegari Eurovision árið 2019, hefur greinst smitaður af Covid-19. Laurence sigraði í keppninni fyrir hönd Hollands í Tel Aviv árið 2019 en til stóð að hann stigi á svið á laugardag til þess að flytja sigurlag sitt eins og hefð er fyrir.

Laurence er sagður með væg einkenni. Þrátt fyrir að geta ekki stigið á svið á laugardag mun hann samt taka á einhvern hátt þátt í herlegheitunum og gera má ráð fyrir að búið sé að taka atriðið upp, eins og raunin er með atriði okkar Íslendinga.

Jói í Gagnamagninu greindist í gær smitaður af veirunni og munu fulltrúar okkar Íslendinga því ekki stíga á svið í Rotterdam, hvorki í kvöld né á laugardag, en atriðið var tekið upp í seinna prufurennslinu og mun það vera spilað á báðum kvöldum.

Laurence var skimaður fyrir veirunni á mánudag og greindist þá ekki smitaður og steig hann því á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu, sem var á þriðjudag. Í gær var hann hins vegar með væg einkenni veirunnar og greinist smitaður.

Meira en 24.400 Covid-próf hafa verið framkvæmd á keppendum og starfmönnum Eurovision frá 6. apríl og hafa aðeins 16 þeirra reynst jákvæð.


Tengdar fréttir

Þakk­látur fyrir stuðninginn og pantaði sér ind­verskan mat í ein­angruninni

Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins sem greindist með kórónuveiruna í gær, segist mjög þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann og aðrir í Gagnamagninu hafi fundið fyrir eftir að ljóst var að sveitin myndi ekki stíga á stóra sviði í Rotterdam vegna kórónuveirusmits Jóhanns.

Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu

Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×