Dró sér þrjár milljónir frá húsfélaginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. maí 2021 10:32 Konan var dæmd til að endurgreiða húsfélaginu það sem hún dró til sín. Vísir/Vilhelm Kona var í gær dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, til þess að greiða húsfélaginu í Efstasundi 100 rétt rúmar 2,8 milljónir króna. Hún var ákærð fyrir að hafa, sem formaður húsfélagsins, dregið sér fé af reikningum húsfélagsins. Konan gegndi embætti formanns húsfélagsins frá september 2017 til maí 2019 en á þeim tíma var hún einnig eini prókúruhafi húsfélagsins. Frá og með septembermánuði 2017 voru húsfélagsgjöldin hækkuð um 5.000 krónur fyrir hverja íbúð, úr 9.000 í 14.000. Þær breytingar voru aðeins samþykktar af þremur íbúðareigendum í húsinu og var ekki boðað til húsfélagsfundar til að ræða hækkunina. Í dómi segir að óumdeilt sé að þessari hækkun hafi verið ætlað að standa straum af launagreiðslum til konunnar, sem voru 35.000 krónur á mánuði. Áður en konan tók við formennsku húsfélagsins hafði Eignaumsjón annast reikninga félagsins og höfðu til að mynda greiðslur húsfélagsgjaldanna áður runnið inn á reikning Eignaumsjónar og þaðan inn á reikning húsfélagsins. Eftir að konan tók við störfum sagði hún upp þjónustusamningi við Eignaumsjón, og runnu greiðslur húsfélagsgjaldanna þá beint inn á annan reikning húsfélagsins og gat þannig enginn fengið yfirlit af reikningi húsfélagsins nema í gegn um konuna. Í dómi kemur fram að konan hafi greitt sjálfri sér samtals 735 þúsund krónur í laun á þeim tæpum þremur árum sem hún var formaður húsfélagsins. Þá hafa greiðslur upp á 2.101.218 krónur verið raktar til konunnar af reikningum húsfélagsins og eiga þær greiðslur sér engar skýringar. Konunni var bolað úr embætti í maí 2019 en var hún þá búin að kaupa þrjár íbúðir í húsinu. Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Konan gegndi embætti formanns húsfélagsins frá september 2017 til maí 2019 en á þeim tíma var hún einnig eini prókúruhafi húsfélagsins. Frá og með septembermánuði 2017 voru húsfélagsgjöldin hækkuð um 5.000 krónur fyrir hverja íbúð, úr 9.000 í 14.000. Þær breytingar voru aðeins samþykktar af þremur íbúðareigendum í húsinu og var ekki boðað til húsfélagsfundar til að ræða hækkunina. Í dómi segir að óumdeilt sé að þessari hækkun hafi verið ætlað að standa straum af launagreiðslum til konunnar, sem voru 35.000 krónur á mánuði. Áður en konan tók við formennsku húsfélagsins hafði Eignaumsjón annast reikninga félagsins og höfðu til að mynda greiðslur húsfélagsgjaldanna áður runnið inn á reikning Eignaumsjónar og þaðan inn á reikning húsfélagsins. Eftir að konan tók við störfum sagði hún upp þjónustusamningi við Eignaumsjón, og runnu greiðslur húsfélagsgjaldanna þá beint inn á annan reikning húsfélagsins og gat þannig enginn fengið yfirlit af reikningi húsfélagsins nema í gegn um konuna. Í dómi kemur fram að konan hafi greitt sjálfri sér samtals 735 þúsund krónur í laun á þeim tæpum þremur árum sem hún var formaður húsfélagsins. Þá hafa greiðslur upp á 2.101.218 krónur verið raktar til konunnar af reikningum húsfélagsins og eiga þær greiðslur sér engar skýringar. Konunni var bolað úr embætti í maí 2019 en var hún þá búin að kaupa þrjár íbúðir í húsinu.
Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira