Innlent

Lítill gróðureldur á Laugarnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Reyk frá eldinum bar yfir Laugarnesið.
Reyk frá eldinum bar yfir Laugarnesið. Vísir/Sammi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum.

Þetta var þriðji gróðureldurinn sem kviknaði á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tveir mismunandi eldar kviknuðu í Breiðholti fyrr í dag.

Þar kviknuðu eldarnir í skógi vöxnu svæði en þrátt fyrir það gekk slökkvistarf vel.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.