Lífið

Natan Dagur komst á­fram í undan­úr­slit með mögnuðum flutningi

Eiður Þór Árnason skrifar
Dómararnir voru hrifnir af flutningi Natans í kvöld líkt og oft áður.
Dómararnir voru hrifnir af flutningi Natans í kvöld líkt og oft áður. Skjáskot

Natan Dagur sló enn og aftur í gegn í átta manna úrslitum The Voice Norway í kvöld og er nú kominn áfram í undanúrslit söngvakeppninnar vinsælu.

Natan flutti lagið Back to Black sem Amy Winehouse gerði fyrst garðinn frægan með fyrir tæpum fimmtán árum og var honum hrósað af dómurunum fyrir djarft lagaval.

Áhorfendur réðu miklu um það hvaða keppendur fóru áfram og gátu Íslendingar og aðrir utan Noregs kosið keppendur á vef sjónvarpsstöðvarinnar TV2.

Tveir keppendur féllu úr leik í kvöld og fóru þeir sex stigahæstu áfram í undanúrslitaþáttinn sem verður í beinni útsendingu þann 21. maí.

Horfa má á glæsilegan flutning Natans hér á vef TV2.


Tengdar fréttir

Natan Dagur söng á íslensku og komst áfram

Natan Dagur Benediktsson komst í gær áfram í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Voice. Átta keppendur stigu á svið í gær en aðeins fjórir komust áfram.

Natan Dagur á­fram í næstu um­ferð eftir stór­brotinn flutning á lagi Ri­hönnu

Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×