Innlent

Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík

Kjartan Kjartansson skrifar
Nái Birgir Ármannsson kjöri til Alþingis í haust fagnar hann tuttugu ára þingsetu á næsta ári.
Nái Birgir Ármannsson kjöri til Alþingis í haust fagnar hann tuttugu ára þingsetu á næsta ári. Vísir/Vilhelm

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár.

Morgunblaðið greinir frá framboði Birgis í dag og vísar í tilkynningu frá honum. Í henni segist hann sækjast eftir því að vera áfram í framlínusveit Sjálfstæðisflokksins. Birgir var fyrst kosinn á þing fyrir flokkinn árið 2003 og hefur verið formaður þingflokksins frá því í byrjun árs 2017.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö fyrir Alþingiskosningarnar í haust fer fram dagana 4.-5. júní.


Tengdar fréttir

Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra.

Brynjar stefnir á annað sætið í Reykja­vík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og vill vera í framvarðasveit flokksins í Reykjavík, eins og hann orðar það. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.