Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:19 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, Olga Margrét Cilia, þingkona Pírata og Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga. MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga.
MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira