Lífið

Ný stikla úr Venom 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin verður frumsýnd 24. september hér á landi.
Kvikmyndin verður frumsýnd 24. september hér á landi.

Nú er komin út glæný stikla úr kvikmyndinni Venom: Let There Be Carnage sem er væntanleg í kvikmyndahús þann 24. september á Íslandi.

Tom Hardy mætir aftur á stóra tjaldið sem hinn bannvæni verndari Venom, ein flóknasta sögupersóna Marvel en um er að ræða framhaldsmynd en fyrri myndin kom út árið 2018.

Leikstjóri myndarinnar er Andy Serkis og í aðalhlutverkum eru Michelle Williams, Naomi Harris ásamt Woody Harrelson í aðalhlutverki nýja illmennisins Cletus Kasady / Carnage.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.