Lífið

„Þetta sýnir að þér er ógnað af minni köku“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir kepptu í lokaþættinum af Blindum bakstri.
Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir kepptu í lokaþættinum af Blindum bakstri. Blindur bakstur

Það verður að segjast að úrslitin hafi verið óvænt í lokaþættinum af baksturskeppninni Blindur bakstur. 

Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir kepptu í kökubakstri í þætti helgarinnar. Eva Laufey Kjaran fékk þau til að baka í blindni rósakökur, en uppskriftin kom inn á Vísi í gær. 

„Ég hef aldrei notað svona sprautu áður,“ viðurkenndi Viktoría þegar hún byrjaði að skreyta sína köku. „Þetta er ljótasta rós sem ég hef séð,“ bætti hún svo við þegar hún var byrjuð. 

„Ég er að koma sjálfum mér svo mikið á óvart hérna,“ sagði Sóli þá fullur sjálfstrausts. Hann er nú að íhuga að gera sína eigin brúðartertu fyrir brúðkaupið þeirra. 

„Mér gengur bara ljómandi vel.“

Eins og sjá má í þessu broti úr þættinum var lokaspretturinn einstaklega spennandi, en úrslitin komu eiginlega bæði Viktoríu og Sóla á óvart. 

Klippa: Blindur bakstur - Óvænt úrslit í lokaþættinum

Tengdar fréttir

Rósakakan í Blindum bakstri

Í þættinum Blindur bakstur í gær fór fram hörð barátta á milli Sóla Hólm og unnustu hans Viktoríu Hermannsdóttur. Bæði fylgdu þau Evu Laufey Kjaran í blindni og bökuðu þau fallegar rósakökur, súkkulaðikökur með dásamlegu smjörkremi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×