Sport

Kristinn Guðmunds: Við erum áskrifendur af spennu

Einar Kárason skrifar
Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, fyrir miðju.
Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, fyrir miðju. vísir/Bára

,,Það var frábær barátta í þessum leik," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV. ,,Það var ýmislegt sem var gert vel og annað sem var ekki gert jafn vel en tvö góð lið að mætast og viðbúið að það yrði spenna."

Erfið byrjun

,,Andlega hliðin er ótrúlega mikilvægur hlutur í þessari íþrótt. Þeir eru skarpari og klárari í byrjun. Við gerum okkur seka um mistök sem eru þess eðlis að við erum ekki að taka góðar ákvarðanir sóknarlega og fá á okkur mörk. Við erum lengi til baka í byrjun leiks en það var eitthvað sem við náðum að laga."

,,Við hleypum þeim inn í leikinn þegar við erum komnir með góð tök í lok leiks sem er eitthvað sem við þurfum að skoða en það var frábært að vinna."

Óðagot

,,Við erum að brjóta okkur út úr því sem við viljum vera að gera," sagði Kristinn spurður út í byrjun fyrri hálfleiks þar sem illa gekk að skora mörk. ,,Það er ágætt að hafa eitthvað sem þarf að laga. Við erum sjálfum okkur verstir á þeim kafla sem hefði getað kostað okkur mikið."

Áskrifendur af spennu

Nálægt því að tapa niður 4 marka forustu undir lok leiks

,,Við virðumst vera áskrifendur af því að búa til spennu úr öllu sem við erum að gera. Auðvitað viljum við ekki fá þessa spennu, það er á hreinu. Ákvarðanatakan er ekki góð og við þurfum að skoða það. Við komumst ekki alltaf upp með svona værukærð í restina," sagði Kristinn að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.